Þessi skjár er 141 sentimetri á breidd sem jafngildir 55,5 tommum. Hann stillir birtustig sitt sjálfur með ljósnæmri myndavél. Tölvubúnaðurinn fyrir skjáinn er með 24 GB vinnsluminni sem er sex sinnum öflugra en meðal heimilistölva. Hugbúnaðurinn verður með gervigreind sem lærir á ökumanninn. Sem dæmi, ef ökumaðurinn hringir alltaf á sama tíma í ákveðinn einstakling mun skjárinn setja upp áminningu svo að ökumaður þarf bara að ýta á einn takka til að hringja. Auk þess getur myndavélin inni í bílnum lært að þekkja ökumanninn og geyma upplýsingar um hann og allt að sex aðra ökumenn.