Smitrakningu er nú lokið vegna smits sem kom upp hjá skjól­stæðingi Heilsu­stofnunar NLFÍ í Hvera­gerði í vikunni. Í til­kynningu segir að starf­semin sé komin aftur af stað eftir tveggja daga með­ferðar­hlé. 52 eru í sótt­kví enn vegna smitsins.

Þar segir enn fremur að í til­kynningu frá smitrakninga­t­eymi að annað smit hafi greinst, ó­skylt hinu fyrra. Unnið er að smitrakningu en ekki talin þörf á að gera hlé á starf­semi. Ein­stak­lingurinn sem er smitaður dvaldi á stofnuninni á mánu­dag en fór daginn eftir. Þrír starfs­menn eru í sótt­kví vegna smitsins.