Alls greindust 54 smit innan­lands í gær. Það fjölgaði lítil­lega í sótt­kví og fækkaði um fjóra í ein­angrun. Nú eru tíu á sjúkra­húsi og enginn á gjör­gæslu.

Eitt smit greindist á landa­mærunum en beðið er eftir mót­efna­mælingu með tvö smit á landa­mærum. Tveir voru bólu­settir og einn óbólu­settur á landa­mærunum.

Af þeim sem greindust innan­lands smituð voru 20 full­bólu­sett og 33 óbólu­sett, eða 61 prósent. 29 voru í sótt­kví við greiningu eða um 54 prósent.

Alls eru 816 í ein­angrun. Flestir eru á höfuð­borgar­svæðinu en enn eru smit í öllum lands­hlutum.

Fréttin hefur verið upp­færð.