Í gær greindust 54 Covid-19 smit inn­an­lands samkvæmt vef Almannavarna.

12 þeirra voru ein­kenna­laus­ir í sótt­kví en 42 greind­ust í ein­kenna­sýna­töku. Af þeim sem greindust í gær voru 33 fullbólusettir og 21 óbólusettur.

Tvö smit greindust á landamærum, annað í fyrri skimun og hitt í seinni skimun.

Rúm­lega helm­ing­ur þeirra sem greind­ust voru í sótt­kví við grein­ingu, eða um 57 pró­sent.

Nú eru 1.019 í ein­angr­un og 2.015 í sótt­kví, þar af 950 í skimun­ar­sótt­kví. 

Tutt­ugu og tveir liggja nú inni á spít­ala líkt og í gær og enn eru sjö á gjör­gæslu.

Ný­gengi inn­an­lands­smita síðustu fjór­tán daga er nú 355,1 á hverja hundrað þúsund íbúa. Til sam­an­b­urðar var ný­gengi inn­an­lands­smita í gær 355,9 á hverja hundrað þúsund íbúa. 

Í gær urðu tímamót í sögu faraldursins hér á landi þegar tíu þúsundasta smitið greindist.

Landspítalinn er enn á hættustigi og verkefni aukast daglega í faraldrinum líkt og kemur fram í frétt Landspítalans þegar viðbragðastig var fært úr óvissustigi yfir í hættustig.

Læknar og hjúkrunarfræðingar segja stöðuna á Land­spítala erfiða þrátt fyrir bólusetningar.