Alls greindust 52 einstaklingar með Covid-19 innanlands í gær, 41 var í sóttkví við greiningu eða 79 prósent. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.

Smitum fækkar því á milli daga en á föstudag greindust 69 með veiruna.

Fimm greindust á landamærum en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælinga úr öllum þeirra.

26 eru á sjúkra­húsi og af þeim eru fjór­ir á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans.

1.240 eru nú með virkt smit og í einangrun og 2.780 í sóttkví. Í gær voru 2.957 í sóttkví og fækkar þeim því um 200 á milli daga.

Nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur er nú 292,3.

1.856 innanlandssýni voru tekin í gær. 685 voru tekin í einkennasýnatöku, 571 í sýnatöku á landamærum, 485 í sóttkvíar-og handahófsskimun og 115 í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Töluvert færri sýni voru tekin í gær en á föstudag þegar um 2.700 sýni voru tekin.

Af þeim sem greind­ust inn­an­lands höfðu 32 farið í ein­kennna­sýna­töku hjá Land­spít­al­an­um og Íslenskri erfðagrein­ingu en 20 sem greindust fóru í sýna­töku vegna þess að viðkom­andi var í sótt­kví.

22 sjúkraflutningar voru vegna Covid-19 síðasta sólarhringin.