Alls greindist 51 með já­kvæð CO­VID-19 smit síðasta sólar­hringinn innan­lands.

Tuttugu af þeim sem greindust voru í sótt­kví en 31 var utan sótt­kvíar.

Alls eru 844 ein­staklingar í ein­angrun og 1.817 í sótt­kví.

Sam­kvæmt upp­færðum tölum á co­vid.is, upp­lýsinga­vef al­manna­varna og land­læknis, voru 28 óbólu­settir við greininguna, fjórir höfðu fengið fyrri skammt og 34 voru full­bólu­settir.

Fimm­tán eru á sjúkra­húsi og þar af eru tveir á gjör­gæslu­deild Land­spítalans.

Þrír hafa látist vegna far­aldursins á innan við viku og 33 frá upp­hafi far­aldurs.