Alls eru 50 nemendur Sæmundarskóla í Grafarholti í sóttkví eftir að nemandi greindist með COVID-19. Auk þeirra eru einhverjir starfsmenn í sóttkví. Greint er frá á mbl.is

Þar kemur fram að nemendurnir séu í 2. Bekk og þar kemur fram að foreldrum hafi verið tilkynnt um smitið í tölvupósti og þau beðin að vera vakandi fyrir einkennum COVID-19 hjá sínum börnum.

Fyrr í kvöld var greint frá því að smit hefðu greinst hjá starfsfólki í leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfinu auk þess sem 100 starfsmenn matvælafyrirtækis þurfa að fara skimun eftir að tveir starfsmenn greindust.