Innlent

Pönkararnir hálfnaðir að safna fyrir Út­­varpi Satan

Stríð við Út­varp Sögu hefur gert Austur­víg­stöðvarnar að um­töluðustu hljóm­sveit landsins. Sveitin er hálfnuð með söfnun fyrir plötu­út­gáfu á Karolina Fund. Meðal annars hægt að kaupa bón­orð á tón­leikum með þann aug­ljósa kost að ­söngvarinn getur gefið fólk saman, sjálfur séra Davíð Þór Jóns­son.

Pönkararnir í Austurvígstöðvunum skuldbinda sig til að öskra sannleikann þar til spillingaröflin lognast útaf. Mynd/Austurvígstöðvarnar

Þótt pönkhljómsveitin Austurvígstöðvaranar hafi ekki enn gefið út hljómplötu er hún að verða ein umtalaðasta hljómsveit landsins í kjölfar fjölmiðlafárs og stríðs við Útvarp Sögu vegna umdeilds pönktexta Davíðs Þórs Jónssonar, Arnþrúður er full.

Hljómsveitin var stofnuð á Reyðarfirði sumarið 2016, en þá voru allir hljómsveitarmeðlimir ýmist búsettir þar eða á Eskifirði. Stofnfélagar voru Davíð Þór Jónsson, söngvari og laga og textasmiður, Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir, bassaleikari og Jón Knútur Ásmundsson, trommari.

Sjá einnigVilja að biskup reki „klámklerkinn“

Síðan bættust við Jón Hafliði Sigurjónsson, gítarleikari, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, hljómborðsleikari og loks Díana Mjöll Sveinsdóttir, söngkona. Austurvígstöðvarnar eru að sögn sérlega stoltar af kynjahlutfallinu í hljómsveitinni.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær stefnir hljómsveitin að útgáfu 16 laga plötunnar Útvarp Satan í byrjun júlí, Plötuumslagið er svo augljós stæling á merki Útvarps Sögu sem hefur sett deilur útvarpsstöðvarinnar og Austurvígsstöðvanna í enn flóknari hnút.

Sjá einnig: Sextán pönklög verða á plötunni Útvarp Satan

Söfnun fyrir útgáfu plötunnar, bæði á geisladiski og vínýl er í gangi á Karolina Fund og þegar 24 dagar eru eftir hafa safnast 52% af áætluðum kostnaði. 3.500 evrur af 6.500.

Vínýllinn er í takmörkuðu upplagi og kostar 60 evrur, eða 7200 íslenskar krónur. Enda kaupa öll „svölu börnin“ vínýl, eins og það er orðað á söfnunarsíðunni.  

Þeir sem leggja fram 150 evrur fá sérstaka VIP-meðferð á tónleikum með Austurvígstöðvunum og að hoppa í sjóinn með einum meðlimi hljómsveitarinnar að þeim loknum.


Arnþúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson hafa látið þung orð falla um textahöfundinn Davíð Þór Jónsson sem telur þó ólíklegt að hann leiti réttar síns fyrir dómi. Fréttablaðið/Samsett

Þeir sem virkilega vilja taka pönkið alla leið geta tryggt sér tækifæri til þess að bera upp bónorð á tónleikum sveitarinnar með 400 evra framlagi. Tæpum 50.000 krónum. „Biddu elskunnar uppi á sviði á tónleikum með Austurvígstöðvunum. Forsöngvari sveitarinnar getur gefið fólk saman. Rómantískara verður það ekki,“ segir á Karolina Fund og vissulega er ákveðinn kostur í þessum efnum að forsöngvarinn er vígður maður, séra Davíð Þór Jónsson.

Sjá einnig: Davíð Þór sýnir „hugarfar dópistans“

Í greinargerð með söfnunarátakinu segir að markmið sveitarinnar hafi frá upphafi verið „að flytja blóðhráa, grimmpólitíska, andfasíska pönktónlist.“ Kveikjan að stofnun hennar var „uppsafnað óþol fyrir pólitískri spillingu og misbeitingu valds á Íslandi.

Hvert hneykslismálið af öðru varð sveitinni innblástur og mörg laganna eru bein viðbrögð við atburðum sem afhjúpa siðferðislega rotið stjórnvald. Því miður bendir fátt til að sveitin verði uppiskroppa með yrkisefni í fyrirsjáanlegri framtíð. Á meðan félagslegt óréttlæti veður uppi hafa Austurvígstöðvarnar skuldbundið sig til að öskra sannleikann yfir gauðrifna gítara, drynjandi bassatóna og dúndrandi trommuslátt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sextán pönklög verða á plötunni Útvarp Satan

Innlent

Davíð Þór nennir ekki „böggi og leiðindum“

Innlent

Davíð Þór sýnir „hugar­far dópistans“

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

Auglýsing