48 eru komnir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir að einstaklingar sem voru þar gestkomandi um verslunarmannahelgina greindust með COVID-19.

Von er á því að fleiri verði sendir í sóttkví þegar líða tekur á daginn. Enginn er í einangrun í Vestmannaeyjum með virkt smit, er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Aðgerðastjórn Vestmannaeyja hefur verið virkjuð vegna þessa og vinnur smitrakningateymi almannavarna að því að rekja ferðir smituðu einstaklinganna.

17 innanlandssmit greindust í gær og eru 914 komnir í sóttkví. Alls eru 109 einstaklingar í einangrun með virkt smit hér á landi.

Fréttin hefur verið uppfærð.