45 greindust með kórónaveirusmit í gær og voru 21 þeirra í sóttkví við greiningu eða 47 prósent en 24 greindust utan sóttkvíar.

23 sjúklingar eru áfram á spítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu. í gær voru 25 inniliggjandi vegna Covid-19 og fækkar þeim því um tvo.

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka á milli daga og mælist nú 266,2.

1.206 eru nú í einangrun með virkt smit hér á landi. 2.531 eru í sóttkví og fækkar um 156 á milli daga. 1.694 eru í skimunarsóttkví.

37 greindust í einkennasýnatöku en átta í sóttkvíar og handahófsskimun.

2.552 innanlandssýni voru tekin í gær. 1.078 voru tekin í einkennasýnatöku, 473 í sýnatöku á landamærum, 617 í sóttkvíar-og handahófsskimun og 384 í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar.

Eitt smit greindist á landamærunum í gær en beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu.

Fréttin hefur verið uppfærð.