Alls greindust 44 innan­lands­smit í gær. Af þeim sem greindust voru 25 full­bólu­sett, eða um 56 prósent. Um 47 prósent voru í sótt­kví við greiningu.

Sjö smit greindust á landa­mærunum og er beðið eftir mót­efna­mælingu vegna tveggja smita sem þar greindust. Af þeim sjö sem greindust voru þau öll full­bólu­sett.

Tekin voru rétt undir þrjú þúsund sýni í gær.

Alls eru nú 615 ein­staklingar í ein­angrun en af þeim eru 189 börn. Tíu börn undir eins árs eru með Co­vid og 41 barn sam­tals sem eru fimm ára og yngri.

Alls eru 1.282 í sótt­kví og liggja átta inni á sjúkra­húsi með Co­vid.

Nánar hér að neðan af co­vid.is