Í gær greindust 44 Covid-smit innanlands en í fyrradag greindust 31 smit.

Í fyrradag voru átta á sjúkrahúsi með Covid-smit, þar af einn á gjörgæslu. Nú eru níu á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu.

Í gær skilaði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framlengingu aðgerða innanlands. Hann lagði til að þær yrðu framlengdar um mánuð en heilbrigðisráðherra ákvað að framlengja þær um tvær vikur. Enn er í gildi 500 manna sam­komu­bann á landinu öllu. Þó er leyfi­legt að halda 1500 manna við­burði, að á­kveðnum skil­yrðum upp­fylltum. Enn er í gildi eins metra ná­lægðar­regla og þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjar­lægð er grímu­skylda innan­dyra.

Fréttin verður uppfærð.