Í gær greindust 44 Co­vid-smit innan­lands en í fyrra­dag greindust 31 smit.

Af þeim sem greindust voru 27 full­bólu­sett en 17 óbólu­sett.

Við ein­kenna­sýna­töku greindust 36 smit og átta við sótt­kvíar- og handa­hófs­skimun.

Í fyrra­dag voru átta á sjúkra­húsi með Co­vid-smit, þar af einn á gjör­gæslu. Nú eru níu á sjúkra­húsi, þar af einn á gjör­gæslu.

Ný­gengi innan­lands­smita er 123,3 og á landa­mærunum er það 6,8. Ekkert virkt smit greindist á landa­mærunum en beðið er niður­stöðu mót­efna­mælinga hjá fjórum sem komu um landa­mærin.

Í sótt­kví eru 2.074 ein­staklingar og 439 í skimunar­sótt­kví. Í ein­angrun eru 363. Við greiningu voru 26 í sótt­kví en 18 utan.

Enn flestir í sóttkví á Norðurlandi eystra

Lang­flestir eru í sótt­kví á Norður­landi eystra eða 1340. Þar eru 106 í ein­angrun. Á höfuð­borgar­svæðinu eru 589 í sótt­kví og 181 í ein­angrun.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varnar­læknir skilaði á mánu­dag minnis­blaði til Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra um fram­lengingu að­gerða innan­lands. Hann lagði til að þær yrðu fram­lengdar um mánuð en heil­brigðis­ráð­herra á­kvað að fram­lengja þær um tvær vikur. Enn er í gildi 500 manna sam­komu­bann á landinu öllu. Þó er leyfi­­legt að halda 1500 manna við­burði, að á­­kveðnum skil­yrðum upp­­­fylltum. Enn er í gildi eins metra ná­lægðar­regla og þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjar­lægð er grímu­­skylda innan­­­dyra.

Fréttin verður upp­færð.