Niður­stöður skýrslunnar koma á ó­vart í ljósi þess að þriðjungur þeirra 84 fyrir­tækja sem rann­sökuð voru, hafa sent frá sér yfir­lýsingar til neyt­enda, og að sögn inn­leitt stefnur sem miða að því að slíta tengslum við alla starf­semi sem stendur að eyðingu regn­skóga.


Skóg­eyðing á svæðinu jókst um 22% á ári, og hefur ekki verið meiri síðan 2006, sam­kvæmt skýrslu brasilískra stjórn­valda sem kom út í síðustu viku. Þá fer það þvert á nýleg lof­orð Jair Bol­sonaro Brasilíu­for­seta, um að verið sé að stemma stigu við ó­lög­legri skógnýtingu í landinu.

Jair Bolsonaro Brasilíuforseti við undirritun National Green Growth umhverfisáætlunarinnar í október
Fréttablaðið/EPA

Sem stendur nær skýrslan ein­göngu til tísku­iðnaðarins, en leður­iðnaðurinn nær þó einnig til bíla­fram­leið­enda, sem eru stór­not­endur á leðri.
Sam­kvæmt frétt the Guar­dian benda spá­líkön til þess að til ársins 2025 muni tísku­iðnaðurinn slátra 430 milljónum naut­gripa til að standa straum af eftir­spurn eftir veskjum, hand­töskum og skóm.
Um­rædd skýrsla skýrir þó ekki með beinum hætti hlut­falls­lega á­byrgð hvers vöru­merkis í skóg­eyðingu Amazon-svæðisins, heldur studdust rann­sak­endur við tengsl sem þóttu auka líkur á því að við­komandi vara kæmi frá ó­lög­legum leður­fram­leið­endum á Amazon-svæðinu, en kjöt­fram­leiðsla er talin vera aðal or­saka­valdur skóg­eyðingar á svæðinu.