„Það er ljóst að fram undan eru miklar á­skoranir á ís­lenskum vinnu­markaði,“ segir Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.

Vil­hjálmur greindi frá því á Face­book-síðu sinni seint í gær­kvöldi að fyrir­tækin Skaginn 3x og Þor­geir & Ellert hefðu sagt upp samtals 43 starfs­mönnum í gær vegna sam­dráttar.

„Það þarf ekkert að fjöl­yrða um að á­standið á vinnu­markaðnum mun verða gríðar­lega erfitt vegna Co­vid 19 og þess mikla efna­hags­sam­dráttar sem af veirunni hlýst,“ segir Vil­hjálmur.

Hann segir að lög um skert starfs­hlut­fall muni hjálpa til við að fyrir­tæki reyni að halda ráðningar­sam­bandi við starfs­fólk. Hann segir úr­ræðið gott og hvetur hann fyrir­tæki til að nýta þessi úr­ræði í stað þess að segja upp fólk.

Hann kallar eftir því að stjórn­völd, verka­lýðs­hreyfingin og Sam­tök at­vinnu­lífsins taki höndum saman og leiti allra leiða til að verja störfin, launa­fólk og heimili landsins.

„Í þessu sam­hengi verðum við að vera öll til­búin að hugsa út fyrir kassann og velta öllum leiðum upp við að verja störfin og ís­lensk heimili. Við erum öll í sama bátnum og það verða allir að róa í sömu átt til við komumst út úr þessu öldu­róti sem við erum nú í og ég veit að okkur mun takast það með sam­stilltu róðra­lagi.“