Síðastliðinn sólarhring greindust 43 einstaklingar með Covid-19 hér á landi en af þeim voru 30 óbólusettir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hækkandi hlutfall óbólu­settra meðal smitaðra megi rekja til þess að það sé yngra fólk og börn að smitast en þau eru einnig stærstur hluti þeirra sem eru óbólu­sett.

Þetta kemur fram í tölum dagsins á vef Almannavarna. Þá vekur athygli að 14 daga nýgengi á 100 þúsund íbúa er 252,2 en um miðjan ágúst var nýgengi 402,2. Smitfjöldi hefur verið nokkuð breytilegur undanfarna daga en ekki farið yfir 100 síðan 25. ágúst.

Enginn er á gjörgæslu en 10 sjúklingar eru enn á Landspítala á bráðalegudeildum.

Í til­kynningu frá Land­spítalanum um stöðuna á spítalanum í gær kom fram að alls hafa 95 sjúk­lingar lagst inn á Land­spítala með Co­vid í fjórðu bylgju far­aldursins. Um þriðjungur er óbólu­settur. Sex­tán hafa þurft gjör­gæslu­stuðning. Þrír sjúk­lingar með Co­vid hafa látist í fjórðu bylgju far­aldursins á Land­spítala .