Alls greindust 42 með kórónuvírusinn innanlands á Íslandi í gær. Þetta kemur fram á covid.is.

62 eru nú á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins, tveir eru á gjörgæslu.

58 voru á sjúkarhúsi í gær og einn á gjörgæslu. 21 smit greindust á landamærum, tólf voru virk, eitt í seinni landamæraskimun en mótefnamælingar er beðið í fjórum tilvikum.

Alls eru nú 1005 manns í einangrun, í gær voru þeir 1062. 1730 manns eru í sóttkví í dag en í gær voru þeir 1667.