Risa­snekkjan Ca­lyp­so, sem er skráð í Geor­get­own á Ca­yman-eyjum og siglir undir þeirra flaggi, kom til Hafnar í Hornar­firði í gær. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Land­helgis­gæslunni kom snekkjan fyrst til hafnar í Reykja­vík þann 27. júlí eftir að hafa siglt frá St. John‘s á Ný­fundna­landi fimm dögum fyrr.

Snekkjan var um árabil í eigu rúss­neska milljarða­mæringsins Mik­hail Prok­hor­ov. en hann keypti snekkjuna árið 2003. Sam­kvæmt The Business Journals, seldi hann snekkjuna árið 2016 fyrir um 31 milljón dali, sem samsvarar rúmlega 4,2 milljörðum króna. Snekkjan fór í gegnum endur­bætur árið 2017 og því lík­legt að verð­miðinn hafi hækkað síðan þá.

Sam­kvæmt vef­síðunni The Yacht Company kostar um 52 milljónir ís­lenskra króna að leigja snekkjuna í eina viku yfir há­sumarið. Snekkjan er 61,5 metrar á lengd, inni­heldur sex lúxu­skáetur á­samt stórri hjóna­svítu. Snekkjan rúmar 12 gesti og fylgir 15 manna á­höfn.

Ekki er vitað hver er eig­andi snekkjunnar eða hver er með hana í út­leigu við Ís­lands­strendur. Sam­kvæmt Marine Traffic er snekkjan á leið til Seyðis­fjarðar í dag. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Horna­fjarðar­höfn mun snekkjan fara til Reykja­víkur áður en hún yfir­gefur landið.

Snekkjan er 61,5 metrar á lengd.
Ljósmynd/skjáskot frá TheYacht Company

Allir skimaðir um borð

Sam­kvæmt Land­helgis­gæslunni voru allir um borð Calypso skimaðir við komuna til Reykja­víkur. Meðan beðið var eftir niðurstöðum úr sýnatöku þurftu allir að vera í sótt­kví á snekkjunni

„Á­höfnum skipa og báta sem koma frá út­löndum til Ís­lands ber að senda Land­helgis­gæslunni sér­stakt eyðu­blað sem getur gefið upp­lýsingar um CO­VID-19 smit auk hefð­bundinnar komu­til­kynningar. Skipum er ekki hleypt til hafnar nema eyðu­blaðið berist Land­helgis­gæslunni,“ segir í upp­lýsingum frá Land­helgis­gæslunni.

Skipum er heimilt að velja um þrettán mis­munandi hafnir víðs vegar um Ís­land til að fara í sýna­töku.

Fram­kvæmd sýna­tökunnar er í höndum heilsu­gæslu hvers staðar. Land­helgis­gæslan og Toll­gæslan fá upp­lýsingar um hverjir eru í á­höfn skipanna með komu­til­kynningum þeirra. Hefð­bundið landa­mæra­eftir­lit Toll­gæslunnar fer svo fram þegar far­þegar fara frá borði.

Ljósmynd/skjáskot frá The Yacht Company
Ljósmynd/skjáskot frá The Yacht Company

Hægt er að fleiri myndir af snekkjunni hér