Alls greindust 42 einstaklingar með Covid-19 veiruna innanlands síðastliðinn sólarhring. Af þeim voru 31 í sóttkví við greiningu eða 74 prósent. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á upplýsingavef covid.is.

Um er að ræða fækkun frá því í gær þegar 52 greindust með veiruna. Síðastliðna viku hafa 471 manns greinst með virkt smit hér á landi. Alls eru 1234 í einangrun með virkt smit hér á landi. 

Íslendingar á ferð um Pólland

22 einstaklingar greindust á landamærum en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælinga úr 19 þeirra. Ekki hafa jafn margir greinst við landamærin eftir að þriðja bylgja hófst. Landamærasmitin greindust öll meðal fólks sem var að koma frá Póllandi, þar af voru 20 með íslenska kennitölu.

Þá eru 27 á sjúkrahúsi og fjölgar þeim um einn síðan í gær. Af sjúklingum sem eru innliggjandi eru þrír á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans.

Ungmenni í sóttkví

Alls eru 2780 manns í sóttkví eða jafn margir og í gær. Frá upphafi hafa yfir 37 þúsund manns lokið sóttkví.

Tíundi hver ung­lingur í grunn­skólum Reykja­víkur er í sótt­kví um þessar mundir og hefur úrvinnslusóttkví í nemenda í Réttarholtsskóla þar veruleg áhrif. Um fimm hundruð nemendum skólans var gert að sæta úrvinnslusóttkví fyrir helgi eftir að smit greindist í skólanum. Að­eins eitt smit getur haft gríðar­leg á­hrif á skóla­starf í grunnskólum landsin.