Kona, sem var 42 ára að aldri, lést innan við sólar­hring eftir að hún var út­skrifuð af bráða­mót­töku Land­spítalans í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef RÚV. Unnið er að því að rann­saka hvort álag á spítalanum hafi orðið til þess að konan hafi verið út­skrifuð of snemma.

Send heim í hjóla­stól

Konan var flutt með sjúkra­bíl á bráða­mót­töku síðast­liðinn fimmtu­dag vegna mögu­legrar blóð­sýkingar. Sam­kvæmt heimildum RÚV átti konan erfitt með gang og með að hreyfa hendur og var því send heim í hjóla­stól stuttu eftir komuna á bráða­mót­tökuna.

Hún lést á heimili sínu á föstu­dags­morgun innan við sólar­hring eftir komuna á bráða­mót­töku.

Land­spítali segir ekki tíma­bært að segja hvort at­vikið hafi eitt­hvað með álag á spítalanum að gera. Minna hefur verið um að vera á bráða­mót­töku spítalans síðan CO­VID-19 far­aldurinn komst á skrið á landinu en mögu­legt sé að ein­hver á­lags­toppur hafi haft á­hrif.