Samkvæmt frétt ávef Ríkisútvarpsins sóttu alls 41 um starf útvarpsstjóra. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti, en hann hafði þá verið framlengdur um viku. Í fréttinni segir að á næstu vikum verði farið yfir umsóknirnar og að ráðningafyrirtækið Capacent hafi verið ráðið til að hafa umsjón með því.

Steinunn Ólína og Elín Hirst á meðal umsækjenda

Starfið var auglýst 15. nóvember síðastliðinn. Magnús Geir Þórðarson, núverandi útvarpsstjóri, mun láta af störfum um áramótin og taka við starfi þjóðleikhússtjóra. Deilt hefur verið um hvort að Ríkisútvarpinu sé skylt að upplýsa um hverjir hafi sótt um starfið en úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðaði að lokum að Ríkisútvarpinu hafi verið heimilt að leyfa umsækjendum að njóta nafnleyndar.

Meðal þeirra sem hafa gert það opinbert að hafa sótt um starfið eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og Elín Hirst, fyrrverandi fréttakona