Veittar verða 400 milljónir til heilsu­gæsla til að auka geð­heil­brigðis­þjónustu á fyrsta og öðru stigi heilsu­gæslunnar. Þetta kemur fram í frum­varpi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til fjár­laga fyrir árið 2023.

Auka fjár­heimild til að lækka greiðslu­þátt­töku

Fjár­lög til heilsu­gæsla verður aukið um 800 milljónir króna. Það er gert til að lækka greiðslu­þátt­töku í heil­brigðis­þjónustunni.

Þá verður veitt 400 milljónir króna til heilsu­gæsla til að auka geð­heil­brigðis­þjónustu á fyrsta og öðru stigi innan heilsu­gæslunnar. Þá verður 400 milljón króna fjár­fram­lag til geð­heil­brigðis­mála fellt niður.

Veittar verða 260 milljónir króna í fjár­fram­lög næstu þrjú árin til stuðnings við fé­lags- og heilsu­fars­legar að­gerðir stjórn­valda vegna á­hrifa heims­far­aldurs kórónu­veiru.

Hækkað verður fjár­heimild heilsu­gæsla um 100 milljón krónur til að efla sál­fé­lags­lega þjónustu innan heilsu­gæslunnar með á­herslu á börn og ung­linga.

Þá verða byggðar heilsu­gæslu­stöðvar á Akur­eyri og á starfs­svæði Heil­brigðis­stofnunar Suður­nesja. Veittar verða 550 milljónir til nýju heilsu­gæslunnar á Akur­eyri en fjár­heimild til heilsu­gæslu­stöðvarinnar á Suður­nesjum verður lækkuð um 100 milljón króna.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi í morgun.
Fréttablaðið/Anton Brink

Sér­hæfð og almenn sjúkra­þjónusta

Heildar­út­gjöld ríkis­sjóðs fyrir árið 2023 til sjúkra­þjónustu, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpinu, nema 140,4 milljörðum, en það er aukning um 2 prósent frá því í síðustu fjár­lögum.

Sér­hæfð sjúkra­þjónusta mun hækka um 2,2 prósent en fjár­festingar í þeim flokki nema rétt rúmum 122 milljörðum. Al­menn sjúkra­þjónusta hækkar um 0,9 prósent og fer úr 15,122 milljörðum í 15,255 milljarða. Er­lend sjúkra­þjónusta mun nema rúmum þremur milljörðum.

Helstu breytingar á fjár­heimildum mála­flokksins er að hún verði aukin um einn milljarð vegna við­byggingar og endur­bóta á Grens­ás­deild Land­spítala, en Nýjum Land­spítala hefur verið falið að sjá um þær fram­kvæmdir.

„Stærsta verk­efnið verður upp­steypa með­ferðar­kjarna, inn­kaup á út­veggjum fyrir með­ferðar­kjarnann, út­boð og upp­steypa rann­sóknar­húss og fram­kvæmdir við bíla­stæða- og tækni­hús,“ segir í fjár­laga­frum­varpinu.

Starf­semi al­mennrar sjúkra­þjónustu er í höndum heil­brigðis­stofnana í heil­brigðis­um­dæmum.

Helstu verk­efni mála­flokksins eru að efla að­gang sjúk­linga að skil­greindri sér­hæfði heil­brigðis­þjónustu á heil­brigðis­stofnunum, efla sér­hæfða ráð­gjafar­þjónustu til stuðnings við fag­aðila sem sinna börnum og ung­lingum í heima­byggð og að sjúk­lingar komist í lið­skipta­að­gerðir innan á­sættan­legs bið­tíma miðað við við­mið em­bættis land­læknis.

Helstu breytingar á mála­flokknum eru að 600 milljónir verða veittar til fram­kvæmda við sjúkra­húsið á Sel­fossi.

Auka fram­lag til sjúkra-, iðju- og tal­þjálfa

Veittar verða auka 250 milljónir króna til sjúkra­þjálfa, iðju­þjálfa, tal­þjálfa og tal­meina­fræðinga. Það er gert til að mæta upp­safnaðri hækkunar­þörf á eininga­verði í samningi Sjúkra­trygginga Ís­lands við sjúkra­þjálfara.

Fjár­heimild til rekstrar­aðila hjúkrunar-, dvalar- og dag­dvalar­rýma hækkar um rétt rúman einn og hálfan milljarð frá gildandi fjár­lögum að frá­töldum al­mennum launa- og verð­lags­breytingum en þær nema rétt rúma tvo milljarða.

1,2 milljarður verður veittur til reksturs nýrra hjúkrunar­rýma sem eru á fram­kvæmdar­á­ætlun um byggingu hjúkrunar­rýma.

450 milljónir verða veittar til fram­kvæmdar­á­ætlunar í upp­byggingu hjúkrunar­rýma.

Lækka fram­lag til endur­hæfingar­þjónustu

Lækkað verður fram­lag til endur­hæfingar­þjónustu um tæpar 200 milljónir. Það er vegna tíma­bundinna fram­laga til SÁÁ, Sam­hjálpar og til vinnu gegn fíkni­sjúk­dómum sem Al­þingi veitti í eitt ár.

Minnka ný­gengi ör­orku

„Greina þarf tíman­lega þjónustu­þörf ein­stak­linga sem missa starfs­getuna með til­liti til líkam­legra, sál­fræði­legra og fé­lags­legra þátta sem hafa á­hrif á starfs­getu til að fyrir­byggja ó­tíma­bært brott­hvarf af vinnu­markaði og auka líkur á at­vinnu­þátt­töku,“ segir í frum­varpinu.

Til að mæta fjölgun ör­yrkja verður fjár­heimild til mála­flokksins aukin um 220 milljónir króna.