Nýleg talning hefur leitt í ljós að í kringum 3726 til 5578 tígrisdýr eru nú lifandi á jörðinni en það er um 40 prósent fjölgun í stofninum síðan 2015.

Þetta kemur fram í frétt NPR en talningin sem framkvæmd var af IUCN (International Union for Conservation of Nature), sem framkvæmir rannsóknir í tengslum við útrýmingarhættu tegunda gaf þessar tölur út nýverið.

Ekki er þó talið að um hreina fjölgun sé að ræða heldur séu nú tæki og aðferðir til talningar dýranna stórlega bættar.

Tígrisdýrum hefur farið fækkandi síðustu áratugi en nú virðist stefna til betri tíðar hjá tegundinni.
Mynd/getty

„Stór þáttur í þessum breyttu tölum er að við erum mun betri í telja dýrin í dag en áður“ sagði Luke Hunter, framkvæmdastjóri WCS (Wildlife Conservation Society) „og einnig að margar ríkistjórnir í heiminum hafa unnið mikið starf í þágu þess að hægt sé að framkvæma talningar eins og þessa.“

Hunter telur þó einnig að verndunarstarf ríkisstórna eigi þátt í hækkandi tölum tígrisdýra.

Tígrisdýr eru þó enn talin í útrýmingarhættu á heimsvísu og eru helstu ástæður í hnignun stofnsins síðustu áratugi taldar vera veiðiþjófnaður, tap á búsvæði og aðrir þættir sem tengjast mannfólki.

Hunter telur þó að með þessu sé hægt að álykta að verndunarstarf og bættir starfshættir í talningu tígrisdýra sýni að hægt sé að bjarga stofninum frá útrýmingu.