Á­ætla má að um 40 milljarðar króna tapist á ári hverju vegna at­vika sem tengjast net­öryggi á Ís­landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju árs­yfir­liti CERT-IS fyrir árið 2021.

Í til­kynningu frá net­öryggis­sveitinni kemur fram að yfir­litið nái ein­göngu yfir þau at­vik og at­burði sem til­kynnt hafa verið til sveitarinnar með form­legum hætti. Þá segist CERT-IS hvetja alla sem verða fyrir net­öryggis­at­vikum að til­kynna þau til sveitarinnar.

Hlut­verk CERT-IS hefur verið stór­eflt síðast­liðið ár og halda á á­fram á þeirri veg­ferð. Eitt af hlut­verkum CERT-IS er að stuðla að aukinni á­standsvitund þegar kemur að net­öryggis­málum á Ís­landi.

Því er mikil­vægt að sem flest net­öryggis­at­vik séu til­kynnt til sveitarinnar til að geta gefið sem réttasta mynd af stöðu net­öryggis á Ís­landi á hverri stundu, eins og fram kemur í til­kynningunni.