Alls greindust 38 Co­vid-19 smit hér á landi síðast­liðinn sólar­hring, sam­kvæmt tölum sem birtust á vef Co­vid.is nú klukkan 11. Af þeim þeim var helmingur í sótt­kví, eða 19 einstaklingar.

Um er að ræða aukningu frá því í gær þegar 30 ein­staklingar greindust með veiruna, 75 smit greindust daginn þar á undan. Tveir ein­staklingar eru nú á sjúkra­húsi af völdum veirunnar.

Þrjú smit greindust á landa­mærunum og er beðið eftir niður­stöðu mót­efna­mælingar úr einu þeirra.

2283 manns eru nú í sótt­kví og bættust því 81 einstaklingur í hópinn frá því í gær þegar 2102 voru í sótt­kví. Frá því fyrsta smit greindist hér á landi hafa 2419 ein­staklingar smitast af veirunni.

Heil­brigðis­yfir­völd til­kynntu á upp­lýsinga­fundi í gær að bak­varðar­sveit heil­brigðis­þjónustunnar yrði endur­vakin í ljósi þess hvernig kóróna­veirufar­aldurinn hefur þróast hér á landi síðustu daga.

Þá var Land­spítalinn færður af ó­vissu­stigi yfir á hættu­stig í gær eftir að 14 smit greindust meðal starfs­fólks spítalans. Í kringum 200 manns þurftu að fara í sótt­kví í kjöl­farið, sem kann að hafa á­hrif á starf­semi spítalans á næstu dögum.