Alls greindust 38 COVID-19-smit hér á landi í gær. Á fimmtudag greindust 45 smit og á miðvikudag 33. Þetta kemur fram í tölum sem birtust á vefnum COVID.is nú klukkan 11. Tuttugu einstaklingar voru í sóttkví við greiningu en átján utan sóttkvíar.
Tvö smit greindust á landamærunum en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar vegna þeirra.
Tveir einstaklingar eru nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og þá eru 435 einstaklingar í einangrun. Alls eru 1.780 manns í sóttkví og 1.1510 manns í skimunarsóttkví.