Alls greindust 38 CO­VID-19-smit hér á landi í gær. Á fimmtu­dag greindust 45 smit og á mið­viku­dag 33. Þetta kemur fram í tölum sem birtust á vefnum CO­VID.is nú klukkan 11. Tuttugu ein­staklingar voru í sótt­kví við greiningu en á­tján utan sótt­kvíar.

Tvö smit greindust á landa­mærunum en beðið er eftir niður­stöðu mót­efna­mælingar vegna þeirra.

Tveir ein­staklingar eru nú á sjúkra­húsi vegna CO­VID-19 og þá eru 435 ein­staklingar í ein­angrun. Alls eru 1.780 manns í sótt­kví og 1.1510 manns í skimunar­sótt­kví.