Í gær greindust 38 ný smit af Covid-19 greindust inn­an­lands. 36 smitanna greindust hjá veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og Ís­lenskri erfðagrein­ingu.

55% þeirra sem greind­ust í gær voru í sótt­kví, eða 21 ein­stak­ling­ur. 17 voru ekki í sótt­kví­.

Í gær voru tekin 1.404 sýni inn­an­lands, þá voru 1.058 sýni tekin á landa­mær­unum.


Alls hafa 156 smit greinst innanlands síðustu daga. Í fyrradag greindust 75 smit , þar af voru 37 í sóttkví.

Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn kl. 14 í dag. Þar verða Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn verður ekki á fundinum en hann er kominn í sóttkví.