Alls greindust 37 Covid-19 smit innanlands í gær, þetta er mesti fjöldi í rúma viku. Þetta kemur fram í nýjum tölum á covid.is. Fjórtán voru í sóttkví við greiningu, 23 utan sóttkvíar.

Alls eru 349 í einangrun. 633 eru í sóttkví og fækkar þeim mikið á milli daga.

Sex eru á sjúkrahúsi með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu.