Í gær greindust 37 nú innanlandssmit en af þeim sem greindust voru 11 í sóttkví. Sex greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun en hinir við einkennasýnatöku hjá Landspítala og Íslenskri erfðagreiningau.

Alls eru nú 605 í einangrun með virkt smit hér á landi og eru 1.845 manns í sóttkví, en þeim fjölgar um 148 frá því í gær. Frá því að þriðja bylgja faraldursins hófst um miðjan september hafa tæplega 600 manns greinst með veiruna.

Alls eru nú 13 manns á sjúkrahúsi með COVID-19 en af þeim eru þrír á gjörgæslu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, greindi frá því á upplýsingafundi í gær að tveir væru í öndunarvél en Landspítali er nú á hættustigi vegna faraldursins.

Þrjú smit greindust á landamærunum en beðið er mótefnamælingar úr þeim sýnum. Frá því að skimun hófst á landamærunum hafa 307 manns greinst með veiruna, þar af voru 158 með mótefni og 146 með virkt smit.

Fréttin hefur verið uppfærð.