Minnst 37 manns greindust með veiruna innan­lands í gær, þetta kemur fram í tölu­legum upp­lýsingum co­vid.is.

Þrjátíu og þrír greindust í einkennasýnatöku og 4 í sóttkví- og handahófsskimun. Um er að ræða fjölgun um 11 á milli daga.

Sautján einstaklingar voru fullbólusettir við greininguna, einn hálf bólusettur og 19 óbólusettir.

Þá greindust þrjú smit á landamærunum.

Í heildina eru 544 manns í einangrun og 930 í sóttkví. Þá eru sjö inni­liggjandi á sjúkra­húsi og einn á gjör­gæslu.

Fjölmennasti hópurinn í einangrun eru börn á aldrinum 6 til 12 ára, eða 150 samtals. Næst fjölmennasti hópurinn eru 123 einstaklingar á aldrinum 18 til 29 ára.

Fréttin hefur verið uppfærð.