36 greindust innanlands í gær og voru 20 í sóttkví við greiningu. Ellefu eru nú innlagðir á sjúkrahús með COVID-19 og eru tveir sjúklingar á gjörgæslu.

Fjórir voru með virkt smit á landamærum í gær. Alls eru 582 einstaklingar í einangrun hér á landi og fjölgar um 31 milli daga. 1.697 í sóttkví og fækkar um 50. 1.793 eru í skimunarsóttkví.

Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi tilfella á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa, heldur áfram að hækka og er nú 145,4.

772 innanlandssmit hafa greinst hér á landi frá og með 15. júní síðastliðnum. Þá hafa 146 virk smit greinst á landamærunum.

Farið verður yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag klukkan 15.

Fréttin hefur verið uppfærð.