Banda­rísk yfir­völd hafa fengið rúm­lega 350 til­kynningar um ó­út­skýrða fljúgandi hluti í loft­helgi sinni frá því í mars 2021. CNN greinir frá þessu og vísar í nýja skýrslu þar sem fjallað er um þetta. Ekki hefur tekist að finna skýringu á um helmingi til­vikanna.

Banda­ríska varnar­mála­ráðu­neytið hefur það hlut­verk að kanna á­bendingar um fljúgandi furðu­hluti og í skýrslunni kemur fram að um helmingur til­kynninganna hafi varðað loft­belgi, dróna, fugla eða veður­fyrir­brigði.

Í frétt CNN kemur fram að margar til­kynningar hafi komið frá banda­ríska hernum, flug­mönnum sem hafi séð tor­kenni­lega hluti á flugi.

Banda­ríska varnar­mála­ráðu­neytið hefur hvatt flug­menn til að til­kynna það strax ef þeir sjá ó­út­skýrða fljúgandi hluti á sveimi.

Banda­rísk yfir­völd birtu skýrslu árið 2021 sem vakti mikla at­hygli. Í henni var reynt að varpa ljósi á um 140 at­vik þar sem flug­menn á vegum sjó­hersins höfðu orðið varir við tor­kenni­lega hluti á flugi.