Þrjátíu og fjórir hafa greinst með HIV það sem af er ári og hljóta nú þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma. Morgunblaðið greinir frá.
Að sögn Einars Þórs Jónssonar, framkvæmdastjóra HIV samtakanna, má búast við því talan hækki fyrir árslok og verði komin nálægt fjörutíu. Talan sé þó í hærri kantinum.
„Það skýrist að hluta af stríðsástandinu í Evrópu og auknum fjölda fólks sem kemur til landsins í leit að alþjóðlegri vernd,“ segir Einar.