Ríkis­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun, að til­lögu for­sætis­ráð­herra, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra, að veita sveitar­fé­laginu Horna­firði fjár­styrk til að takast á við ó­vænt út­gjöld og brýn verk­efni við endur­reisn í kjöl­far úr­komu­veðurs, vatna­vaxtar og flóða sem urðu á Suð­austur- og Austur­landi í lok septem­ber og byrjun októ­ber árið 2017.

Styrkurinn er veittur vegna tjóns sem varð á göngu­brú yfir Hólms­á við Fláa­jökul, sem hrundi í flóðunum og skemmdum sem urðu á leiðum að Mið­felli, Jökul­felli, Hauka­felli, Hof­fells­jökli, Heina­bergi og Fláa­jökli, yfir Kolgrímu og út í Skóg­ey.

Með styrk­veitingunni hefur alls verið veitt 350 milljónum úr ríkis­sjóði vegna úr­komu­veðurs og flóða sem urðu á Suð­austur- og Austur­landi haustið 2017.

Til­kynning ráðu­neytis er að­gengi­leg hér.