Alls greindust 33 með Covid-19 hér á landi síðastliðinn sólarhring og voru 22 þeirra í sóttkví við greiningu eða 61 prósent.

Um er að ræða fækkun frá því í gær þegar 45 greindust með smit innanlands. Í heildina eru nú 1159 einstaklingar í einangrun með virkt smit á landinu og lækkar heildartala því um nærri 50 manns frá því í gær.

21 sjúklingur er nú á sjúkrahúsi með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, þar af er einn í öndunarvél. í gær voru 23 inniliggjandi vegna Covid-19 og fækkar þeim því um tvo milli daga.

Fjölgun við landamærin

17 einstaklingar greindust á landamærum en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælinga úr 13 þeirra. Þetta er töluverð fjölgun frá því í gær en þó eru aðeins þrír dagar síðan 22 greindust við landamæraskimun.

Í dag fjölgaði lítillega í sóttkví og sæta alls 2.542 einstaklingar sóttkví.