Alls greindust 32 kórónu­veiru­smit hér á landi í gær í saman­burði við 39 smit daginn áður. Rétt rúm­lega helmingur, eða 17 ein­staklingar, voru í sótt­kví við greiningu en 15 voru utan sótt­kvíar. Þetta er sam­kvæmt tölum sem birtust á vefnum CO­VID.is nú klukkan 11.

Um 2.300 sýni í það heila voru tekin í gær sem er nokkuð meira en á laugar­dag og sunnu­dag. Sem fyrr segir greindust 39 smit á sunnu­dag en 20 smit á laugar­dag.

Fimm eru nú á sjúkra­húsi með veiruna og þar af eru tveir á gjör­gæslu­deild. Nú eru 525 ein­staklingar hér á landi í ein­angrun vegna CO­VID-19 og 1.620 manns eru í sótt­kví. Tveir ein­staklingar, 90 ára eða eldri, eru nú í ein­angrun og þrír sem eru undir eins árs. Ein­staklingar á aldrinum 18 til 29 ára eru lang­fjöl­mennasti hópurinn, en 165 ein­staklingar á því aldurs­bili eru í ein­angrun.

Frá 28. febrúar hafa 2.695 smit greinst hér á landi.