Að minnsta kosti 32 eru látnir og margir slasaðir eftir elds­voða á karó­kíbar í Ho Chi Minh, stærstu borg Víet­nam.


Þetta kemur fram á frétta­vef BBC en eldurinn kviknaði á efri hæðum hússins og festust við­skipta­vinir og starfs­menn inni í húsinu. Slökkvið­lið kom á vett­vang stuttu eftir að eldurinn braust út og tók í kringum klukku­stund að ráða niður­lögum eldsins.

Enn eru elds­upp­tök undir rann­sókn. Um 60 manns eru talin hafa verið í byggingunni þegar eldurinn átti sér stað.


Sjónar­vottar segja að fjórar mann­eskjur hoppuðu niður á götuna af annarri og þriðju hæð hússins til þess að flýja eldinn. Allar slösuðust en eru þó enn lifandi.

Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi.
Mynd/epa

Slökkvið­lið á staðnum hefur gefið út að hætt sé að leita að mögu­legum fórna­lömbum í rústum hússins

Dag­blaðið Cong An Nhan Dan hefur stað­fest að 32 mann­eskjur hafi látist í elds­voðanum, þar af 17 menn og 15 konur.

Elds­voðar á börum eins og þessum eru nokkuð al­gengir í Víet­nam en síðan 2014 hafa minnst sex elds­voðar komið upp á karíókí börum í landinu sem sam­tals hafa kostað 58 manns­líf.

Því hefur Pham Minh Chinh, for­sætis­ráð­herra Víet­nam fyrir­skipaða að endur­skoða þurfi eld­varnar og öryggis­reglur þvert yfir landið.