Í gær greindust 31 Covid-smit innanlands. 25 greindust í einkennasýnatöku og sex í handahófs- eða sóttkvíarsýnatöku. Ellefu voru fullbólusettir, nítján óbólusettir og einn hálfbólusettur.

Sex smit greindust á landamærum, tvö virk í fyrri skimun og eitt virkt í seinni skimun. Beðið er eftir mótefnamælingu hjá þremur. Þar var einn bólusettur, einn óbólusettur og einn hálfbólusettur.

Tæp þrjú þúsund sýni voru tekin og rúmlega fimmtíu prósent þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 453 eru nú í einangrun, sex á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu með virk Covid-smit.