Alls greindist 31 ein­stak­lingur með CO­VID-19 hér á landi í gær sem er tals­vert minni fjöldi en á föstu­dag þegar 61 smit greindist. Í til­kynningu frá Al­manna­vörnum kemur fram að taka þurfi mið af því að um helgar fara jafnan færri í sýna­töku en á virkum dögum.

Af þeim sem greindust voru 17 í sótt­kví, eða rúm­lega helmingur. Rakningin á smitum gær­dagsins gengur vel og nær hún eins og í gær að hluta til Norður­lands þar sem 11 smit greindust.

„Eins og í gær og í gegnum CO­VID-19 heims­far­aldurinn þá er fólk hvatt til að fara í sýna­töku við minnstu ein­kenni,“ segir í til­kynningu Al­manna­varna.