Bílar

3,8 milljón bílar framleiddir í Mexíkó í fyrra

Í ár er búist við enn aukinni framleiðslu og hún fari fyrsta sinni yfir 4 milljónir bíla.

Frá mexíkóskri bílaverksmiðju.

Ekkert bílamerki er frá Mexíkó en það þýðir ekki að bílaframleiðsla sé þar ekki í miklum blóma. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims eru með verksmiðjur í Mexíkó og þar á meðal stóru bílaframleiðendurnir frá Bandaríkjunum, þ.e. Ford, General Motors og Fiat Chrysler. Einnig eru japönsku framleiðendurnir Toyota, Nissan, Mazda með verksmiðjur þar, sem og Kia, Volkswagen, Audi, BMW og Mercedes Benz. Samanlögð framleiðsla allra þessara erlendu framleiðenda var í fyrra 3.773.569 bílar. 

Mikil aukning hefur orðið á bílaframleiðslunni í Mexíkó á síðustu árum því hún var aðeins um milljón bílar árið 2009 en strax árið eftir orðin 1,5 milljón bílar. Vöxturinn í fyrra nam 9%. Af þessum tæplega 3,8 milljón bílum sem framleiddir voru í fyrra voru 3,1 milljón þeirra fluttir úr landi. Af þeim tæplega 17 milljón bílum sem seldir voru í Bandaríkjunum í fyrra voru 14% þeirra framleiddir í Mexíkó. Samsvarandi tala fyrir Kanada var 8,5%, en þessi tvö lönd eru aðalmarkaðurinn fyrir bíla sem framleiddir eru í Mexíkó. 

Á þessu ári er búist við að enn aukist við framleiðsluna í Mexíkó og að hún verði fyrsta sinni yfir 4 milljónir bíla og að vöxturinn milli ára verði 10%. Ekki síst verður það vegna nýrrar verksmiðju Nissan, en einnig vegna aukinnar framleiðslu annarra framleiðenda í landinu. Það er ekki bara lægri laun verkamanna í bílaverksmiðjum í Mexíkó sem útskýrir af hverju margir bílaframleiðendur kjósa að vera með verksmiðjur þar, heldur einnig góð tækniþekking og áhersla á góða verkfræðimenntun í landinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Bílasala í Evrópu 23,5% minni í september

Bílar

Seat framleiddur í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg

Bílar

Tesla framúr Mercedes Benz á Twitter

Auglýsing

Nýjast

Stórhættulegur fellibylur stefnir hratt á Mexíkó

Morðið bæði grimmilegt og þaulskipulagt

Innkalla lakkrís súkkulaði

Vilja hætta að nafn­greina saka­menn í dómum

Segir Brexit-samkomulag nánast í höfn

Senni­legt að gjald­takan hafi verið ó­lög­mæt og ó­hóf­leg

Auglýsing