Alls greindust 29 smit innan­­lands í gær. 22 greindust við einkennasýnatöku en 7 við sóttkvíar- og handahófsskimanir.

Á landa­­mærunum greindist eitt virkt smit og beðið er eftir mót­efna­­mælingu hjá tveimur.

17 þeirra sem greindust innan­lands voru í sótt­kví eða tæp 59 prósent.

Af þeim sem greindust innanlands voru 11 fullbólusettir en 18 óbólusettir en enginn þeirra sem greindist á landamærunum var bólusettur.

Enn eru sex á sjúkra­húsi og tveir á gjör­gæslu. 839 manns eru í sótt­kví og 363 í ein­angrun en þeir voru 387 í gær.

123 börn eru í ein­angrun vegna Co­vid-19 en alls eru 363 í ein­angrun. Börn eru því tæp 34 prósent þeirra sem eru smituð núna.

Tekin voru 3126 sýni sem er meira en hefur verið síðustu daga.

Fréttin hefur verið upp­­­færð.