Að minnsta kosti 28 eru látnir og yfir 150 særðir eftir sprengjuárás í mosku í borginni Pes­hawar í Pakistan síð­degis í gær. BBC greinir frá.

Fjöldi fólks var saman­kominn í moskunni við bæna­stund þegar mikil sprengingin átti sér stað. Að sögn pakistanskra yfir­valda er stór hluti byggingar gjör­eyði­lagður og fjöldi fólks enn grafinn undir grjót­mulningi. Þá hafa tugir verið fluttir á slysa­deild.

For­sætis­ráð­herra landsins, Shebaz Sharif, hefur for­dæmt á­rásina, en enn er ekki vitað hver ber á­byrgð á henni. Hann úti­lokar þó ekki að um hryðju­verk geti verið að ræða.

„Þeir sem bera á­byrgð á þessu ódæði eru alls ó­tengdir íslamskri trú. Öll þjóðin stendur sam­einuð gegn þessari hryðju­verka­ógn,“ segir í yfir­lýsingu frá Sharif.

Pakistanskir fjöl­miðlar hafa greint frá að lög­reglan, herinn og sprengju­sveit séu nú á vett­vangi. Þá hefur lög­reglan í höfuð­borginni Isla­ma­bad lýst yfir hættu­á­standi í borginni og aukið eftir­lit með öllum leiðum inn og út úr borginni.