Brexit stuðningsmaður sem að eggjaði Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og hrópaði á meðan „berðu virðingu fyrir atkvæðagreiðslunni,“ hefur verið dæmdur í 28 daga fangelsi að því er fram kemur á vef BBC. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Um er að ræða 31 árs karlmann að nafni John Murphy en hann viðurkenndi að hafa ráðist á Corbyn með eggi þegar Corbyn var í heimsókn í mosku. Dómarinn sagði að um hefði verið að ræða „árás á bresk lýðræðisgildi“ en Corbyn sjálfur er sagður hafa verið undrandi og í áfalli eftir árásina.

Vísaði árásarmaðurinn þar í þá stefnu Verkamannaflokksins að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en margir sem aðhyllast Brexit eru óánægðir með þá stefnu. Sagðist Murphy að eigin sögn frekar vilja fara í fangelsi fyrir það sem hann gerði heldur en að „vera þræll.“