Alls greindust 96 með kórónaveirusmit um helgina, þar af 27 í gær.

Af þessum 27 einstaklingum voru átján í sóttkví en níu utan sóttkvíar.

Einstaklingum í einangrun fækkar um 105 og einstaklingum á sjúkrahúsi fækkar um þrjá. Eitt smit greindist á landamærunum.

Það voru 2998 sýni tekin innanlands og 2843 sýni tekin á landamærunum um helgina.

Um leið fækkar þeim sem eru í sóttkví. Í dag eru 1469 einstaklingar í sóttkví, þar af 362 einstaklingar í skimunarsóttkví.

Fyrir helgi voru 1574 einstaklingar í sóttkví, þar af 372 í skimunarsóttkví.