Á Landspítalanum eru nú 27 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19. Fjórir eru á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél. Þeim hefur fjölgað síðustu daga en í gær voru 26 inniliggjandi. Alls hafa 61 verið lagðir in frá upphafi þriðju bylgju faraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd Landspítala

1.222 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 218 börn. Tuttugu starfsmenn Landspítalans eru smitaðir og í einangrun og 52 starfsmenn í sóttkví.