Erlent

27 ára nafna­deilu lokið

Leið­togar Makedóníu og Grikk­lands hafa komist að sam­komu­lagi um breytingu á nafni Lýð­veldisins Makedóníu. Verð nafna­breytingin sam­þykkt í þjóðar­at­kvæða­greiðslu og af þjóð­þingi Makedóníu­menn gætu hún bundið enda á langa og hatrama deilu ríkjanna tveggja.

Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, freistar þess að binda enda á áralanga nafnadeilu við nágrannaþjóð sína Nordic Photos/ Getty

Makedónía mun heita Lýðveldið Norður-Makedónía, verði nafnabreyting samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og af þjóðþingi Makedóníumanna. Leiðtogar Makedóníu og Grikklands komust að samkomulagi um nafnabreytinguna síðastliðinn mánudag, og gæti hún bundið enda á 27 ára langa deilu um nafn Makedóníu.

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti þjóð sinni frá samkomulagi sínu við forseta Makedóníu Nordic Photos/ Getty

Ríkið hét áður Sósíalíska lýðveldið Makedónía, en breytti nafni sínu í Lýðveldið Makedónía eftir að það lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu árið 1991. Grikkir hafna notkun Makedóníumanna á nafninu, þar sem Makedónía er í sögulegu samhengi hluti af Grikklandi. Grikkir beittu neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að Makedónía fengi inngöngu í Evrópusambandið og NATÓ vegna nafnadeilunnar. Vafi leikur á hvort að þjóðernissinnaðir Grikkjar muni samþykkja nafnabreytinguna eða hvort þeir hafni með öllu tilkall Makedóníu til nafnsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Trúir því loksins að jörðin sé að hlýna

Sádi-Arabía

Konungurinn boðar rann­sókn á ör­lögum Khas­hoggi

Bretland

Harry og Meghan eiga von á barni

Auglýsing

Nýjast

Segl­skútu­þjófurinn í far­banni í mánuð

Ætla að ríkis­sjóður hafi um 35 milljónir af hreppnum

Vilja að lág­marks­laun verði skatt­frjáls

Segir gælu­­­dýra­eig­endur lang­­­þreytta á ein­angruninni

Ekið á gangandi veg­faranda við Ánanaust

Skúturæninginn í far­bann

Auglýsing