Erlent

27 ára nafna­deilu lokið

Leið­togar Makedóníu og Grikk­lands hafa komist að sam­komu­lagi um breytingu á nafni Lýð­veldisins Makedóníu. Verð nafna­breytingin sam­þykkt í þjóðar­at­kvæða­greiðslu og af þjóð­þingi Makedóníu­menn gætu hún bundið enda á langa og hatrama deilu ríkjanna tveggja.

Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, freistar þess að binda enda á áralanga nafnadeilu við nágrannaþjóð sína Nordic Photos/ Getty

Makedónía mun heita Lýðveldið Norður-Makedónía, verði nafnabreyting samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og af þjóðþingi Makedóníumanna. Leiðtogar Makedóníu og Grikklands komust að samkomulagi um nafnabreytinguna síðastliðinn mánudag, og gæti hún bundið enda á 27 ára langa deilu um nafn Makedóníu.

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti þjóð sinni frá samkomulagi sínu við forseta Makedóníu Nordic Photos/ Getty

Ríkið hét áður Sósíalíska lýðveldið Makedónía, en breytti nafni sínu í Lýðveldið Makedónía eftir að það lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu árið 1991. Grikkir hafna notkun Makedóníumanna á nafninu, þar sem Makedónía er í sögulegu samhengi hluti af Grikklandi. Grikkir beittu neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að Makedónía fengi inngöngu í Evrópusambandið og NATÓ vegna nafnadeilunnar. Vafi leikur á hvort að þjóðernissinnaðir Grikkjar muni samþykkja nafnabreytinguna eða hvort þeir hafni með öllu tilkall Makedóníu til nafnsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Getur ekki á­byrgst að Trump hafi ekki notað rasísk um­mæli

Erlent

Kaþólska kirkjan hylmdi yfir kyn­ferðis­brot 300 presta

Ítalía

Brú­in hrund­i eft­ir að eld­ing­u laust nið­ur

Auglýsing

Nýjast

Kambarnir lokaðir á morgun vegna mal­bikunar

Eldur kom upp í garðyrkjustöð nærri Flúðum

Fyrsti þing­maðurinn til að kol­efnis­jafna ferða­lög sín

Þurfa að vera skráðir fóður­salar til að selja hey til Noregs

Fúlir Íslendingar við lokaða Ölfusárbrú

Kvöld­mat­seðill eldri borgara vekur furðu og hneykslan

Auglýsing