Alls greindust 26 Covid-19 smit innanlands í gær. Þetta kemur fram í tölum á covid.is. Alls eru 336 í einangrun og fækkar á milli daga, 773 eru í sóttkví.

Sex eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er báðir í öndunarvél, meðalaldur inniliggjandi er 59 ára.

Nýgengi á smiti innanlands, fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur, er nú 124,1 og lækkar úr 135,3 í gær.