Alls greindust 26 smit innan­­lands í gær. Á landa­­mærunum greindist 5 virkt smit og 1 greindist með mót­efni. Beðið er eftir mót­efna­­mælingu hjá einum.

Af þeim sem greindust innan­lands voru 13 í sótt­kví eða 50 prósent.

Enn eru sex á sjúkra­húsi og tveir á gjör­gæslu. 796 manns eru í sótt­kví og 387 í ein­angrun.

Af þeim sem greindust innanlands voru 12 fullbólusettir en 16 óbólusettir. Af þeim sem greindust á landamærunum voru allir sex fullbólusettir.

Tekin voru um 2300 sýni sem er tals­vert minna en hefur verið undan­farnar vikur.

Fréttin hefur verið upp­­­færð.