Alls fóru 250 í sýna­töku á Reyðar­firði í dag í kjöl­far þess að tíu smit greindust þar í gær í leik­skólanum Lyng­holti og í grunn­skólanum á Reyðar­firði.

Fram kemur í til­kynningu frá lög­reglunni á Austur­landi að von sé á niður­stöðum úr sýna­tökum í kvöld og er fólk hvatt til að halda sig heima þar til það fær niður­stöðurnar. Þá segir lög­reglan vinnu smitrakninga­t­eymisins í fullum gangi og að hún muni halda á­fram í kvöld þegar að niður­stöður úr sýna­tökunni liggja fyrir.

Að­gerða­stjórn mun senda út aðra til­kynningu þegar niður­stöður úr sýna­töku dagsins liggja fyrir, lík­lega verður það þó ekki fyrr en í fyrra­málið.