„Co­vid heldur okkur við efnið þessa dagana og hvetjum við alla til að fara var­lega og gæta vel að smit­vörnum,“ segir í færslu sem lög­reglan á Akur­eyri birti á Face­book-síðu sinni í morgun.

„Þegar tölur gær­dagsins eru upp­færðar þá kemur í ljós að það voru 26 smit í okkar um­dæmi og þar af voru 25 þeirra á Akur­eyri,“ segir í færslu lög­reglu. For­ráða­menn í­þrótta- og æsku­lýðs­fé­laga eru hvattir til að slá æfingum og við­burðum á frest hjá unga fólkinu meðan þetta gengur yfir.

Eins og komið hefur fram eru smitin einna helst bundin við grunn­skóla bæjarins. Alls eru 54 virk smit nú í um­dæminu og þar af eru 32 þeirra hjá börnum, 12 ára og yngri.

„Þá eru rúm­lega 500 manns komin í sótt­kví. Ekki er vitað um upp­runa smitanna en ljóst er að þau eiga tengingar inn í marga hópa í sam­fé­laginu, ýmist fé­lags­starf, í­þróttir og skóla,“ segir í skeyti lög­reglu.